05. september 2016

Framboðsfundur !

Sælir ágætu vinir og fermingarsystkyni.

Nú þarf ég á góðri fundramætingu að halda í lok baráttunar fyrir prófkjörið á laugardaginn.
Ég sendi ykkur þetta fundarboð og bið ykkur að koma þessu á framfæri og ég
hlakka til að sjá þig/ykkur á fundinum á Kaffi Kró þið sem eruð í Eyjum og að sjálfsögðu er ykkur velkomið að hafa með ykkur
gesti.

Fundurinn á Kaffi Kró
Meira
03. júní 2015

Aftur til fortíðar VII

 Jæja góðu vinir þá er sjöunda árgangsmóti okkar lokið og held ég að vel hafi tekist til. Undirbúningur gekk vel og margar æfingar teknar í servíettubrotum og öllu sem slíkum veisluhöldum fylgir sem slíkt tveggja daga árgangsmót er. Á fimmtudagskvöldinu var tekið til að koma Alþýðuhúsinu í veislubúning  og unglingahljómsveitin okkar var í stífu æfingarprógrami, og að loknu góðu verki var aðeins kíkt á einn af nýju veitingastöðunum sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða og var það Tanginn sem varð fyrir valinu. Föstudagurinn rann upp og mikil stemming fyrir kvöldinu en við vorum með fínna kvöldið á föstudeginum eins og oftast áður og var húsið opnað kl 19.56 og voru teknar myndir af öllum sem mættu í hús og varð rammaþema fyrir valinu og munu þessar myndir birtast hér á síðunni innan skamms. Þegar allir voru komnir í hús var boðið upp á fordrykk og  setti Halli Steini  síðan árgangsmótið og afhenti veislustjórn til háttvirts  þingmanns okkar Sunnlendinga Ásmundar Friðrikssonar sem sagði nokkur orð í byrjun og myntist látinna félaga og síðan hófst borðhald en að þessu sinni var það veisluþjónusta Einsa Kalda sem sá um dýrindis hlaðborð fyrir okkur og síðan var boðið upp á kaffi og konfekt á eftir.
Meira
28. maí 2015

Undirbúningur heldur áfram !

 Já það er allt á útopnu hjá súpermódelinu, liðið (eða stelpurnar) komu saman í Alþýðuhúsinu í kvöld og sýndu afrakstur stífra æfinga veturinns í servíettubrotum og vááá því lík útkoma þær klikka sko ekki þessar !!
Það er nú ekki ónýtt að hafa svona frábært lið til að koma Alþýðuhúsinu í þann búning
Meira
Eldri fréttir